Ekki er útilokið að boðað verði til sumarþings á Alþingi náist ekki að ljúka mikilvægum málum fyrir þinglok. Þetta er mat Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins.

Í Fréttablaðinu í dag er talið til að enn á eftir að ræða 30 mál, 16 stjórnarfrumvröp og annað eins af þingmannamálum á þeim sjö þingfundardögum sem eftir er af yfirstandandi þingi. Þar á meðal eru stóru málin um skuldamál heimilanna, séreignasparnað og veiðigjöld.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir í samtali við blaðið mikilvægt að klára veiðigjaldafrumvarpið eigi að leggja veiðigjöld á á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september næstkomandi. Verði þingið ekki búið að samþykkja gjöldin þá verða þau ekki inn- heimt

Breyting hefur verið gerð á starfsáætlun þingsins. Þingfund- ardagur hefur verið boðaður föstu- daginn 2. maí. Talið er líklegt að starfsáætlun þingsins taki fleiri breytingum og þingfundum fjölgað. Þá segir Fréttablaðið að Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hafi búið formenn þingflokka undir þann möguleika að halda kvöldfundi það sem eftir lifir þings.