Gösun á sorpi eða annar lífrænn úrgangur ásamt afurðum úr skógarhöggi eru möguleg hráefni í framleiðslu á eldsneyti úr kolsýru. Þetta var rætt á ráðstefnunni CO2 to Electrofuels sem er verkefni sem Norræni Orkusjóðurinn styrkir.

Litið er á Ísland sem tilraunaland fyrir slíka framleiðslu en hér er hrein raforka og raforkuverð hagstætt og því gæti Ísland orðið vettvangur fyrir framleiðslu á eldsneyti á þennan hátt. Ef slík áform ganga upp myndi framleitt eldsneyti ekki einungis duga til innanlandsframleiðslu heldur einnig til útflutnings.

Á ráðstefnunni voru fyrirlesarar frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi auk Íslands. Íslensku þátttakendurnir eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Olíudreifing, sem kannar hvað þurfi til að dreifa slíku eldsneyti um landið, og Sorpa.