BNT, móðurfélag N1, og Umtak fasteignafélag vinna áfram í samvinnu við viðskiptabanka félaganna að endurfjármögnun og endurskipulagningu félaganna. Lán félaganna eru fallin í gjalddaga.Skuldabréf gefin út af N1 hafa verið færð á athugunarlista.

N1 ber sjálfskuldarábyrgð á hluta af lánum BNT en Umtak er í 49% eigu N1. Í tilkynningu til Kauphallar segir að stefnt hafi verið að því að endurfjármögnun og endurskipulagningu myndi ljúka á árinu 2010. Nú er hinsvegar ljóst að vinnan mun taka lengri tíma og ekki klárast fyrr en á fyrri hluta næsta árs.