Fyrirtæki þurfa að vera tilbúin að taka til hjá sér og hagræða eftir þörfum, sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans á morgunfundi Viðskiptablaðsins sem nú stendur yfir. Hann sagði engar skyndilausnir til í efnahagsstjórn þjóðarinnar.

Hann sagði að þegar á reyndi yrði ákveðin hreinsun meðal fyrirtæki. „Þannig mun markaðurinn hreinsa út slakari fyrirtæki sem ekki eru tilbúin að mæta viðskiptavinum sínum,“ sagði Sævar.

„Nú reynir á hvort fyrirtæki eru tilbúin að taka erfiðar ákvarðarnir,“ sagði Sævar. Hann sagði fyrirtæki þyrftu að setja sér markmið til langs tíma sem ætti að vera auðvelt í því ástandi sem nú ríkir.

„Það er auðveldara að gera sér langtímamarkmið þegar illa árar á mörkuðum,“ sagði Sævar og bætti því við að fyrirtæki ættu það til að gleyma sér þegar vel áriði.