Franski fáninn blaktir við hún.
Franski fáninn blaktir við hún.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hægt hefur á hagvexti í Frakklandi þar sem neytendur hafa skorið niður útgjöld ásamt því að útflutningur þaðan hefur dregist saman. Bendir þetta til þess að hætta á heimskreppu hafi aukist segir í greiningarefni IFS.

Frönsk yfirvöld gáfu það út að hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi hafi verið enginn. Ekki var hann heldur beisinn fyrsti fjórðungur en þá var hagvöxtur 1%

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sagði nýverið að Frakkland þyrfti gera ráðstafanir til að ná markmiðum sínum í ríkisrekstrinum annars væri hætta á að áætlanir myndi ekki ganga eftir. AGS áætlar að hagvöxtur Frakklands á næsta ári verið 1,9%. Frönsk stjórnvöld hafa hinsveg áætlað að hagvöxturinn muni nema 2,25% á næsta ári.