Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins lækkaði um 0,98% í tiltölulega litlum viðskiptum upp á rétt rúmar 1,6 milljónir króna í Kauphöllinni. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa færeyska bankans BankNordik um 0,81% og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,54%.

Á móti hækkaði gengi bréfa Haga-samstæðunnar um 1,71%. Gengi bréfanna stendur í 20,85 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra. Þegar hlutabréf Haga voru skráð á markað um miðjan desember í fyrra stóðu hlutabréfin í 13,5 krónum á hlut. Samkvæmt því hefur gengið hækkað um rúm 54% síðan þá.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,09% og endaði hún í 972,44 stigum.