Smáfyrirtæki eru síður í stakk búin til að berjast við kennitöluflakkara. Þetta segir Pétur Jónsson,  stofnandi og framkvæmdastjóri Medialux. Smáfyrirtækin eru þá að keppa við fyrirtæki sem eru með ánægða viðskiptavini en eru jafnframt búin að skuldahreinsa sig með kennitöluflakki.

Pétur sagði að raddir smáfyrirtækja væru ekki nógu háværar þegar breytingar væru gerðar sem varðaði þessi fyrirtæki, eins og til dæmis skattabreytingar.

Fjallað var um lítil og meðalstór fyrirtæki á fundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Hægt er að sjá fundinn í heild sinni á síðu Litla Íslands.