Sænska fjarskiptatæknifyrirtækið Ericsson hefur reitt fram rúmlega 1 milljarð Bandaríkjadala fyrir bandaríska fjarskiptafyrirtækið Telcordia. Tilgangurinn með kaupunum er, samkvæmt fréttum erlendra miðla, að efla stöðu sænska fyrirtækisins á sviði hugbúnaðar fyrir fjarskiptafyrirtæki.

Hans Vestberg
Hans Vestberg
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þetta eru að sögn Hans Vestberg, forstjóra Ericsson, rökrétt skref í ljósi þess að á næstu árum munu æ fleiri þjónustuþættir tengjast símum og símafyrirtækjum og því sé mikil gróska á markaði fyrir slíka hugbúnaðarþróun.

Gengi hlutabréfa Ericsson hefur hækkað í kauphöllinni í Stokkhólmi í dag þannig að markaðurinn tekur fréttunum vel.