Velta erlendra greiðslukorta í ágúst jókst um 4,7% frá fyrra ári. Í júlímánuði var vöxturinn 5,1% samanborið við sama mánuð árið áður. Greint er frá þessu á vef Hagstofunnar .

Þar kemur jafnframt fram að í þessum tölum hafi viðskipti við íslensk flugfélög verið tekin út úr veltunni, til að gefa betri mynd af eyðslu útlendinga á Íslandi.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum þá hefur tekjusamdráttur í ferðaþjónustu verið minni en greiningardeild Arion banka reiknaði með í upphafi árs. Dvalartími ferðamanna hafi lengst umtalsvert það sem af er ári og neysla hvers ferðamanns aukist.