„Þetta er auðvitað ekkert sem kemur á óvart. En það er gaman að fylgjast með þessu,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. Hrannar fylgdist með notkun erlendra farsíma þegar í kringum 10.000 erlendir ferðamenn komu hingað til lands með fjórum skemmtiferðaskipum á mánudag.

Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone þar sem blogg Hrannars er kynnt kemur fram að tæknimenn Vodafone segi notkun erlendra farsíma á mánudag í fjarskiptakerfi Vodafone hafa verið þriðjungi meiri en á sama tíma í fyrra. Aukningin á árinu öllu nemur 12%. Vodafone hefur samið við u.þ.b. 500 erlend farsímafyrirtæki um að veita viðskiptavinum þeirra þjónustu hér á landi. Að sama skapi geta viðskiptavinir Vodafone hér á landi nýtt þjónustu um 500 erlendra símafyrirtækja á ferðum sínum erlendis.

Hrannar segir ferðamannastrauminn hafa komið vel fram í símkerfum Vodafone. Hann segir afar sjaldgæft að 33% sveifla verði á milli ára. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið stóra viðburði koma skýrt fram í símkerfi Vodafone. Um verslunarmannahelgi megi gera ráð fyrir miklu álagi. Á móti geti landsleikir haft neikvæð áhrif.

„Þegar íslenska landsliðiði var að keppa í janúar datt notkunin niður á háannatíma. Við urðum meira að segja vör við það í uppgjörinu okkar,“ segir Hrannar.