Húsnæðisbólur, of mikið lánsfé og of mikið af seðlum eru meðal annars ástæður þess að allt fór sem fór fyrir fimm árum. Þetta segir Eamonn Butler sem mun fjalla um orsök fjármálakreppunnar á fundi Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt í dag.

Butler hefur áhyggjur af framhaldinu og líkir ástandinu við það að fá sér drykk á meðan á timburmönnum stendur eftir síðasta partý.

VB Sjónvarp ræddi við Butler.