Raforkusölusamningur Landsvirkjunar við Alcan og Íslenska kísilfélagsins fela ekki í sér ríkisaðstoð, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA.

ESA tilkynnti um mat sitt í dag.

Íslensk stjórnvöld greindu ESA frá samningnum á sínum tíma og óskuðu álits á lögmæti þeirra. ESA ákvað í dag að gefa grænt ljós á samningana.

ESA segir samningana ekki fela í sér ívilnun til handa fyrirtækjunum tveimur. Þess er að vænta að hagnaður Landsvirkjunar af umræddum samningum verði ásættanlegur. Áður var það venjan að verð fyrir raforku í samningum af þessu tagi væri bundið hrávöruverði, svo er ekki í þeim samningum sem hér um ræði.