Þýski bankinn Eurohypo tilkynnti í dag um tveggja milljarða króna skuldabréfaútboð í íslenskum krónum.

Skuldabréfaútboðið kemur í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans um 25 punkta í 10,75%.

DZ Bank stjórnar útboðinu og sá um veðlagningu þess, en bréfin bera 8,75% vexti og er seld á pari, segir í tilkynningu frá bankanum. Gjalddagi bréfanna er 14. ágúst, 2007.

Eurohypo hefur lánshæfismatið A2 hjá matsfyrirtækinu Moody's Investors Service.