*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Fólk 7. október 2014 09:25

Eva hefur störf hjá Lögmönnum Lækjargötu

Eva starfaði áður sem forstöðumaður vátryggingarsviðs hjá Okkar líftryggingum en hefur nú störf í lögmennsku.

Ritstjórn

Eva Halldórsdóttir héraðsdómslögmaður hefur hafið störf hjá Lögmönnum Lækjargötu.

Eva útskrifaðist með Meistaragráðu í lögum (LL.M.) frá Stanford háskóla í júní sl. Hún útskrifaðist með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004, aflaði sér réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2005 og lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2008.

Eva starfaði áður sem forstöðumaður vátryggingasviðs hjá OKKAR líftryggingum hf. frá árslokum 2004 til ársins 2011 og hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði árið 2004.