Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,01% í 352,38.

Þýska vísitalan DAX Xetra 30 lækkaði um 0,1% í 6.177,42, en hugbúnaðarfyrirtækið SAP lækkaði um 3,1% og örflöguframleiðandinn Infineon Technologies lækkaði um 2,2%.

Franska vísitalan CAC-40 stóð í stað í 5.359,74.

Breska vísitalan FTSE 100 hækkaði um 0,1% í 6.156. Bifreiðaframleiðendur hækkuðu vegna lágs olíuverðs í vikunni. BMW hækkaði um 2,3%, VW um 3,6% og Renault um 1,6%.

Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 0,4% í 1139,57. Nokia lækkaði um 3,6% í kjölfar birtingar afkomu þriðja ársfjórðungs. OMX hækkaði um 3,1% og Ericsson um 1,7%, en uppgjör þeirra var jákvæðara.

Heimild: Dow Jones