Skuldakreppan á evrusvæðinu hefur skilað því að myntbandalagið er á leið inn í annað samdráttarskeið. Þetta segir Jean-Claude Juncker, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna. Breska dagblaðið Telegraph hefur eftir Juncker að Grikkir hafi ekki á áætlun að kasta evrunni fyrir róða og taka drökmuna upp á ný sem þjóðargjaldmiðil.

Greint var frá því fyrir í vikunni að stjórnvöld á Grikklandi hafi enn ekki samþykkt skilmála neyðarlánanna sem ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins komu sér saman um að veita ríkinu til að gera því kleift að standa við skuldbindingar sínar í október í fyrra. Á meðan græna ljós þeirra er ekki komið fá Grikkir ekki lánið og því aukist líkurnar á því að landinu verði sparkað úr hópi evrulandanna.

Fjármálaráðherra Grikklands sagði í vikunni það óráð að kasta evrunni, slíkt myndi færa hagkerfi landsins aftur um nokkur ár.