Húsnæðislánaveitendunum Fannie Mae og Freddie Mac er spáð tapi á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þó er ekki búist við að tapið muni ná methæðum. Lækkandi húsnæðisverð og vanskil á allra bestu lánum hafa haft mikil áhrif á afkomu félaganna.

Búist er við að félögin þurfi að fjármagna sig talsvert betur í náinni framtíð, en lánsfjárkreppan hefur þó ýtt helstu keppinautum þeirra út af markaðnum. Sérfræðingar sem Reuters ræðir við segir núverandi umhverfi hið mest krefjandi sem þessir stærstu húsnæðislánaveitendur hafi þurft að takast á við fyrr og síðar.

Til að mynda féll Standard & Poor's/Case-Shiller-húsnæðisvísitalan, sem mælir verðþróun fasteigna á 20 mismunandi svæðum innan stórborga, um 2.6% í febrúar.

Hlutabréf í Fannie Mae hafa lækkað um 50% síðastliðið ár, en bréf Freddie Mac um 60%.