Olíu­fyr­ir­tækið Faroe Petrole­um keypti á dögunum hlut í fjór­um olíu­vinnslu­svæðum utan Nor­egs af danska fyrirtækinu Dong Energy fyr­ir 70,9 millj­ón­ir Banda­ríkja­doll­ara. Þetta kemur fram á vef mbl.

Með viðskiptunum mun heildarvinnsla olíu Faroe Petrole­um fara úr 8.000 tunn­um á dag í um 15.000–17.000 tunn­ur á dag og verður Faroe Petroleum því rekstraraðili á Trym- og Oselv­ar-svæðunum verður Faroe Petrole­um nú rekstr­araðil­inn á þess­um svæðum. Þýðir það að fé­lagið sér um dag­lega stjórn kol­vetn­is­starf­sem­inn­ar fyr­ir hönd vinnslu­leyf­is­haf­anna.

Fyr­ir­tækið hækkaði einnig tals­vert á mörkuðum í vik­unni eft­ir að til­kynnt var um að olíu­leit fé­lags­ins utan Nor­egs leiddi í ljós mikið magn af vinnanlegri olíu á svæðinu. Er um að ræða stærsta olíufund fyr­ir­tæk­is­ins frá upp­hafi. Hluta­fé fé­lags­ins var í vik­unni hækkað til að tak­ast á við kom­andi fjár­fest­ing­ar á svæðinu.