Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu nam í liðinni viku 1.178 milljónum króna samkvæmt tölum frá Fasteignaskrá Íslands en í vikunni á undan nam veltan 727 milljónum króna og eykst veltan því um 62% á milli vikna.

Fjögurra vikna meðalvelta fer nú í fyrsta skipti síðan um miðjan ágúst niður fyrir milljarð og nemur nú 965 milljónum króna, samanborið við 1.047 milljónir króna í síðustu viku. Meðalvelta á viku var um 1.360 milljónir króna á árinu 2009.

Fjögurra vikna náði hámarki, 3.342 milljónum króna um miðjan desember og hafði þá ekki verið hærri síðan í mars 2008. Reyndar voru fór velta tvisvar yfir 4 og 5 milljarða króna á einni viku síðustu vikurnar fyrir jól sem setti fjögurra vikna meðalveltu nokkuð úr samhengi miðað við síðasta hálfa annað árið eða svo.

Til að sjá betur heildarmyndina af fasteignamarkaðir má sjá þróun fjögurra vikna meðalveltu á milli ára á myndinni hér að ofan. Þar sést að fjögurra vikna meðalvelta hefur nú hækkað um 52% milli ára en á sama tíma í fyrra hafði fjögurra vikna meðalvelta lækkað um 75% milli ára.

Tólf vikna meðalvelta hreyfist lítið á milli vikna og nemur nú  1.908 milljónum króna. Um miðjan desember hafði 12 vikna meðalvelta ekki verið hærri í 12 mánuði þegar hún nam 2.055 milljónum króna.

Tólf vikna meðalvelta hefur nú aukist um 100% á milli ára en á sama tíma í fyrra hafði 12 vikna meðalvelta dregist saman um 79% á milli ára.

Þá má skoða meðalveltu á viku síðustu 12 mánuði. Hún er nú 1.374 milljónir króna. Fyrir ári síðan nam 12 mánaða meðalveltan 2.004 milljónum króna og hefur því dregist saman um 31% á milli ára.

Í þessari viku:

Alls var 31 kaupsamningi þinglýst í vikunni, líkt og í síðustu viku. Alls var 39 samningum þinglýst að meðaltali á síðasta ári.

Meðalupphæð á hvern samning hækkar þó verulega á milli vikna og nam í vikunni 39 milljónum króna, samanborið við 23,5 milljónir króna í vikunni á undan. Meðalupphæð á hvern samning á síðasta ári var 34,6 milljónir króna.