Sala á nýjum fasteignum í Bandaríkjunum jókst í fyrsta skipti í fjóra mánuði og nam hækkunin 16,2%. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða í fjórtán ár samkvæmt skýrslu sem birtist fyrir skemmstu þar í landi og gefur til kynna að von sé á því að viðsnúningur verði á bandaríska fasteignamarkaðinum á þessu ári. Hagfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir því að salan myndi aukast um 0,2% í aprílmánuði.