Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,6% í ágúst samanborið við sama mánuð í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.

Greiningardeild Kaupþings banka telur að fasteignamarkaður muni leita jafnvægis á næstunni en bendir þó á að varast beri að draga of sterkar ályktanri af lækkun fasteignaverðs.

Sérbýli hækkaði um 2,1% frá síðasta mánuði en fjölbýli lækkaði hins vegar um 1,45% milli mánaða og vegur sú lækkun þyngra. Þetta er í fyrsta skipti síðan í ágúst í fyrra sem verð á fjölbýli lækkar milli mánaða en fasteignaverð hefur hækkað jafnt og þétt síðastliðna 12 mánuði. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 40%, þar af hefur verð á fjölbýli hækkað um tæp 37% og verð á sérbýli um tæp 52%.

?Varast ber að draga of sterkar ályktanir af lækkun fasteignaverðs nú þó líklegt sé að verulega hafi dregið úr spennu markaðnum," segir greiningardeild Kaupþings banka. ?Þær miklu hækkanir sem hafa verið á fasteignaverði undanfarið ár eru ekki óeðlilegar í ljósi þess að fjármagnskostnaður hefur lækkað um 30% á þessu tímabili og fjármagnsskömmtun til íbúðakaupa hefur verið afnumin. Þessar breytingar hafa haft mest áhrif á stærri og betri eignir enda hafa þær hækkað meira. Líklegt er að fasteignaverð leiti jafnvægis á næstunni"