Innanríkisráðherra hefur birt frumvarpsdrög að nýjum lögum um póstþjónustu. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að einkaréttur ríkisins á sviði póstþjónustu verði lagður niður og opnað verði fyrir samkeppni á póstmarkaði.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði lagana mun ríkisfyrirtækið Íslandspóstur halda áfram einkarétti á drefingu á bréfum allt að 50 grömmum að þyngd og skuli áfram sinna þeim alþjónustuskyldum sem fylgja þeim einkarétti til 1. júní 2017. Póst- og fjarskiptastofnun mun þá framkvæma markaðsgreiningu og kanna hvort að til staðar séu einhverjir markaðsbrestir, s.s. að pósti sé ekki dreift til dreifbýlari svæða þ´amun þjónustan vera boðin út með alþjónustuskyldum

Í greinargerð kemur fram að bréfasendingar hafa dregist mikið saman, t.d. hefur bréfum innan einkaréttar fækkað um 57% frá árinu 2000. Á sama tíma hefur verið 30% fjölgun í íbúðum á landinu. Greint var frá því fyrir stuttu að gjaldskrá Íslandspósts hafi hækkað um allt að 26,4% á síðustu níu mánuðum.