Forsvarsmenn Play hafa boðað fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustunni á fund klukkan 1 í dag til að kynna framtíðaráform félagsins. Mbl og Túristi greina frá.

Unnið hefur verið að því að safna hlutafé síðustu daga. Greint hefur verið frá því að hægar hafi gengið að safna hlutafé en stefnt var að.

Forsvarsmenn Play stefndu að því að safna 12 milljónum evra, um 1,6 milljörðum króna í hlutafé sem gefa á 50% hlut í félaginu. Talið hefur verið að það standi að einhverju leyti í fjárfestum að stjórnendur vilji sjálfir halda eftir 50% hlut í félaginu. Þá hafa stjórnendur Play sagt að það hafi þegar tryggt sér 40 miljóna evra fjármögnun, um 5,5 milljörðum króna frá breska fjármálafyrirtækinu Athene Capital.