Heildarafli íslenskra skipa, metinn á föstu verðlagi, var 25,7% lægri en í júní í fyrra. Þrátt fyrir það hefur aflinn aukist um 18,5% á milli ára.

Aflinn nam alls 52.220 tonnum í júní samanborið við 80.959 tonn í júní í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Fram kemur hjá Hagstofunni að botnfiskafli dróst saman um tæp 9.100 tonn frá í fyrra. Samdráttur var bæði í ýsu, karfa og ufsa. Á móti jókst þorskaaflinn nokkuð á milli ára.

Þá dróst afli uppsjávartegunda saman um nærri helming á milli ára. Tæpum 13.600 tonnum var landað af makríl í júní samanborið við 25.000 tonn í júní í fyrra. Um 6.800 tonn veiddust af síld sem er samdráttur frá fyrra ári um 8.600 tonn.