Fjárfestar virtust sýna varkárni á asíumörkuðum í nótt, í aðdraganda stýrivaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans í næstu viku.

Á þriðjudag og miðvikudag verður fundað í seðalbankanum um peningastefnuna, og bíða margir fjárfestar átekta eftir niðurstöðum fundarins.

Japanska jenið styrktist um 0,2% á móti Bandaríkjadalnum því markaðsaðilar virðast veðja á að minni líkur séu á að stýrivextir verði hækkaðir í bráð, sem aftur leiddi til þess að Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,26% á mörkuðum.

Vegna opinberra frídaga var lokað á hlutabréfamörkuðum í Suður Kóreu, Kína og Taiwan.

Þróun helstu vísitalna á svæðinu:

  • Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 1,26%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 1,01%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði um 0,23%
  • Dow Jones vísitalan í New Zealand lækkaði um 0,25%