Umgjörð vantar utan um samvinnuverkefni ríkis og fagfjárfesta á sviði innviðafjárfestinga að mati Þorkels Sigurlaugssonar, formanns stjórnar Framtakssjóðs Íslands. Brýn þörf er á fjárfestingum í mikilvægum innviðum á borð við vegakerfi landsins, flugvelli, heilbrigðisstofnanir og raforkukerfi.

Tækifæri eru til aukinna samvinnuverkefna ríkis og einkaaðila með svokallaðri PPP-aðferðafræði (e. public-private partnership). Til þess að tækifærin raungerist er hins vegar þörf á stórum og sérhæfðum sjóðum, skýrum lagaramma og stefnumótun af hálfu stjórnvalda.

„Það hefur vantað áhuga hjá ríkinu að fjármagna þetta með þessum hætti,“ segir Þorkell. Lífeyrissjóðir hafi litið svo á að þeir geti ekki fengið jafn góð kjör á fjármögnun sinni eins og ríkið og séu því ekki samkeppnisfærir við hið opinbera. „Sem er alveg rétt, en þegar þú tekur heildarkostnaðinn inn í, það er að segja tafir, óhagræði og fleira, er fjármagnskostnaðurinn bara einn liður af kostnaðnum við að ráðast í svona verkefni.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .