Seðlabanki Íslands keypti 21,4 milljónir evra í skiptum fyrir krónur í gjaldeyrisútboði bankans á síðasta þriðjudag. Af þeim 21,4 milljónum evra fóru 17,9 milljónir evra í gegnum fjárfestingarleiðina svokölluðu en fjárfestar fengu þar 210 krónur fyrir hverja evru selda. Fjárfestar sem fóru fjárfestingarleiðina fengu því tæpa 3,8 milljarða króna í útboðunum. Kaupgengi evru á þriðjudaginn var í kringum 163 krónur og því ljóst að fjárfestar fengu 47 krónur aukalega fyrir hverja evru í útboðinu, eða um 28% viðbót.

Seðlabankinn bauðst einnig til þess að kaupa krónur í skiptum fyrir evrur í útboðinu og keypti krónur fyrir tæplega 5 milljarða króna. Athygli vekur að kaupgengið á krónunum var 227 krónur fyrir hverja evru, eða 63 krónur yfir almennu söluverði á evrum þann daginn. Krónueigendur sem ekki fá undanþágu til kaupa á evrum til að flytja úr landi þurfa því að greiða tæplega 40% álag til að flytja féð úr landi, en aðeins þriðjungi tilboða var tekið um sölu á krónum