Ekki liggur fyrir hversu mikil fjárþörf er vegna uppbyggingar og verndunar ferðamannastaða. Í almennri umræðu um gjaldtöku á ferðamannastaði hafa heyrst upphæðir á bilinu 500-1.500 milljónir króna. Þetta kemur fram í samantekt sem ráðgjafafyrirtækið Alta vann fyrir Ferðamálastofu. Samantektin á að varpa ljósi á það hvernig afla mætti tekna til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða.

Í júnímánuði kom fram í skýrslu greiningardeildar Arion banka að tekjur vegna gjaldtöku gætu numið 3-5 milljörðum króna og jafnvel meira. Þá er miðað við að 3.000-5.000 króna gjald verði sett á aðgang að sjö vinsælustu áfangastöðum ferðamanna hér á landi: Mývatni, Ásbyrgi/Dettifossi, Gullna hringnum, Skaftafelli, Skógum, Landmannalaugum og Snæfellsnesþjóðgarði.

Í samantekt Alta segir að þessar upphæðir séu ágiskanir um það hversu mikilla tekna mætti afla en ekki um fjár- þörfina. Tekið er fram að fyrir liggi að almennar skatttekjur vegna heimsókna ferðamanna séu líklega 15-20 milljarðar. Verið sé að setja háar fjárhæðir af skattfé til reksturs á ferðamannastöðum, t.d. í þjóðgörðum og á verndarsvæðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð.