73 voru hafa verið handteknir í máli sem varðar hönnunarsvik á tískuvörum merktum Hermes, Louis Vitton og Coach Inc. Það voru kínversk yfirvöld, í samstarfi við bandarísk, sem höfðu hendur í hári falsaranna eftir töluverðan eltingaleik.

Hópurinn er sakaður um að hafa framleitt og flutt út handtöskur merktar ofangreindum hönnuðum. Við handtökuna voru 20.000 falsaðar töskur gerðar upptækar og 37 vefsíðum, sem notaðar voru til að selja vörurnar undir fölsku flaggi, lokað. Yfirvöld segja hópinn þegar hafa hafa selt 960.000 falsaðar töskur með þessum hætti. Greint er frá þessu á fréttaveitu Reuters í dag.

Kínversk yfirvöld hafa lengi verið hvött til að taka harðar á málum þeirra sem nýta sér hugverk annarra með ólögmætum hætti og þykja þessar aðgerðir því boða gott.