Alls 81 manns var sagt upp í fjórum hópuppsögnum í maímánuði samkvæmt tilkynningum sem bárust Vinnumálastofnun. Um er að ræða uppsagnir í mannvirkjagerð, hugbúnaðargerð, upplýsingastarfsemi og sjávarútvegi og er ástæða þeirra ýmist endurskipulagning, erfiðleikar í rekstri eða hráefnisskortur. Þessir aðilar koma til með að missa vinnuna í september. Þetta kemur fram í frétt frá Greiningu Íslandsbanka.

Í maí 2010 misstur 27 einstaklingar vinnu sína í tveimur hópuppsögnum og eru því töluvert fleiri sem missa vinnuna nú samanborið við fyrra ár. Jafnframt hafa töluvert fleiri misst vinnuna nú á fyrstu fimm mánuðum ársins í hópuppsögnum, eða 377 í ár á móti 183 í fyrra. Flestir þeir sem hafa borist tilkynningar um uppsagnir á árinu starfa við mannvirkjagerð, eða samtals um 160 manns.