Í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Alþýðusambandið voru þeir sem eru í launaðri vinnu spurðir hvað væri líklegast að þeir tækju sér fyrir hendur ef viðkomandi missti vinnuna.

27% sögðust myndu leita sér að starfi í útlöndum.

Á vef ASÍ kemur fram að iðnaðarmenn eru þar fjölmennir en einnig ungt fólk með háskólapróf. Fólk sem í dag starfar sem sérfræðingar og stjórnendur.

Meirihluti þessara hópa myndi þó byrja á að leita sér að vinnu hérlendis. Sérfræðingar og verkafólk eru fjölmennustu hóparnir sem færu í nám og ungt fólk færi frekar í nám en þeir sem eldri eru.

Sjá nánar vef ASÍ.