„Fljótt á litið og án ábyrgðar virðist vera um að ræða aukningu frá því í fyrra,” sagði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þegar hún var spurð um komur erlendra ferðamanna hingað til lands um áramótin.

Að sögn Ernu eru samtökin að ganga frá yfirliti um komu erlendra ferðamanna sem væntanlega verður sent út á morgun. Talsverð áhersla hefur verið lögð á þennan þátt í markaðssetningu landsins og ýmsar feraðskrifstofur með uppákomur fyrir þá ferðamenn sem hingað koma, svo sem sérstakar brennuferðir.

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun erlendra ferðamanna í svokallaðar áramótaferðir.