Seðlabanki Íslands hefur auglýst eftir að ráða sérfræðinga til starfa á markaðsviðskipta- og fjárstýringasviði bankans. Fyrir starfa 148 hjá bankanum, sé miðað við fjölda starfsmanna við síðustu áramót.

Samkvæmt ársskýrslu bankans fyrir síðasta ár fjölgaði starfsmönnum um þrjá í fyrra. Innan ársins voru 22 starfsmenn ráðnir en 19 létu af störfum, þar af fjórir sem fóru á eftirlaun. Af starfsmönnum voru 73 karlar og 75 konur. Framkvæmdastjórar bankans eru 9 talsins, þar af 4 konur í árslok.

Hér að neðan má sjá þróun á starfsfjölda bankans frá árinu 2002, og birtist í pistli Óðins í Viðskiptablaðinu fyrr í apríl. Meðtaldir eru starfsmenn dótturfélaga bankans, sem voru 13 í árslok 2011. Þar af voru 10 hjá Greiðsluveitunni ehf. og 3 hjá Sölvhóli ehf.

Starfslið Seðlabanka Íslands
Starfslið Seðlabanka Íslands
© vb.is (vb.is)