Stærstur hluti landsmanna ber mikið traust til Landhelgisgæslunnar en stór hluti landsmanna ber lítið traust til Landsdóms.

Þetta er niðurstaða könnunnar MMR á trausti fólks til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla. Könnunin var framkvæmd dagana 6. 10. október og um 920 manns svöruðu könnuninni.

Þessi niðurstaða er í samræmi við fyrri kannanir MMR á trausti fólks til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla. Landhelgisgæslan hefur iðulega notið mikils traust og nýtur nú traust rúmlega 89% þeirra sem svöruðu könnuninni.

Hins vegar dregur nokkuð úr trausti á Sérstökum saksóknara en rúmlega 47% þátttakenda segjast bera mikið traust til embættisins, samanborið við tæp 60% í febrúar á þessu ári. Einnig dregur nokkuð úr traustu til Ríkislögreglustjóra, í febrúar sögðust um 55% bera frekar eða mjög mikið traust til embættisins samanborið við tæp 49% nú.

Traust til héraðsdómsstóla og ríkissaksóknara minnkar einnig frá síðustu könnun sem var sem fyrr segir framkvæmd í febrúar á þessu ári.

Þetta er þó í fyrsta sinn sem spurt er út í traust almennings til Landsdóms. Aðeins 16% aðspurðra segjast bera frekar eða mjög mikið traust til dómsins á meðan 40% segjast bera lítið traust til dómsins.

Sjá könnunina í heild sinni.