*

fimmtudagur, 28. október 2021
Innlent 14. maí 2021 09:11

Flugfélag Sigurðar leggur upp laupana

Sigurður Gíslason á að baki ævintýralega sögu af flugrekstri í Indónesíu undanfarna áratugi.

Ingvar Haraldsson
Flugvél Xpress Air.
Aðsend mynd

Xpress Air, flugfélag Sigurðar Gíslasonar í Indónesíu, hætti starfsemi í febrúar eftir að hafa starfað í vel á annan áratug. Heimsfaraldurinn ýtti félaginu yfir brúnina þó að farþegum hafi tekið að fækka fyrir það. 

Sigurður, sem er 74 ára, rekur áfram félagið PT Aero Nusantara Indonesia (ANI) sem sinnir viðhaldi og þjónustu við fjölmörg flugfélög í Indónesíu og leigir út flugvélar í Indónesíu og fleiri nágrannaríkjum í Suðaustur-Asíu. 

Starfsemin vatt upp á sig 

Viðskiptasaga Sigurðar í Indónesíu er ævintýri líkust. Sigurður, sem er menntaður flugvirki, var samkvæmt umfjöllun þarlendra miðla, ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi fyrir indónesíska flugfélagið Bouraq Indonesia Airlines snemma á tíunda áratugnum. Upp úr því stofnaði hann viðhalds- og þjónustufélag við flugfélög og sinnti til að byrja með viðhaldi og þjónustu við flugvélar Bouraq Indonesia Airlines. Smám saman bættust fleiri flugfélög við.

Flugfélag Sigurðar hét upphaflega Express Air en fékk nafnið Xpress Air og lagði áherslu á innanlandsflug í Indónesíu. Samhliða því hefur Sigurður sinnt umfangsmikilli útleigu flugvéla.

Nánar er fjallað um flugsögu Sigurðar í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.