Í ljósi mikillar fjölgunar f lugfarþega á Keflavíkurf lugvelli á síðustu árum og spám um frekar fjölgun mun skapast þörf fyrir breytingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Annað hvort þarf að stækka f lugstöðina og fjölga f lugvallarstæðum eða breyta skipulagi og dagskrá áætlunar- og leiguf lugs á vellinum þar sem hann ber tæplega lengur þann mikla fjölda sem um hann fer yfir háannatíma.

Fjöldi f lugfarþega á Keflavíkurf lugvelli nam í fyrra um 2,1 milljón og fjölgaði um 17,9% á milli ára. Þar af voru tæplega 1,7 milljónir farþega á leið til og frá landinu en um 412 þúsund farþegar áttu leið um f lugvöllinn og f lokkast sem skiptifarþegar. Þetta er næstmesti farþegafjöldi sem farið hefur um f lugvöllinn á einu ári og nálgast metárið 2007 þegar tæplega 2,2 milljónir farþega fóru um flugvöllinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.