Ragnar Þór Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Öryggismiðstöðvarinnar. Ragnar starfaði hjá Eimskip frá árinu 1999, þar af sem framkvæmdastjóri millilandasviðs Eimskips frá árinu 2005.

Hann ústkrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995 og lauk síðar M.Sc. prófi frá Boston University árið 1998.

Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og sérhæfir sig í öryggismálum heimila og fyrirtækja segir í tilkynningu félagsins.


Öryggismiðstöðin hefur á að ráða sinni eigin stjórnstöð sem er opin 24 tíma sólarhrings allan ársins hring. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 150 manns.

Ragnar er 38 ára og í sambúð með Guðnýju Elísabetu Óladóttur og eiga þau 3 börn.