„Hér er um ólögmæta pólitíska aðgerða að ræða. Ég lít þetta mjög alvarlegum augum. Þetta er ógeðfelld aðferð. LÍÚ á að sjá að sér og hætta að beita ólögmætum aðgerðum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um þá ákvörðun útgerðarfyrirtækja að halda skipum sínum ekki til veiða í mótmælaskyni við fyrirhugað veiðigjald og kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar.

Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍU) beindi því til félagsmanna um helgina að þeir héldu skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag í mótmælaskyni við kvótafrumvörp stjórnvalda.

Jóhanna sagði aðgerðina óábyrga og ólögmæta og velti því upp hvað myndi gerast ef Alþýðusamband Íslands beitti þessháttar aðgerðum í kringum fjárlög.

„Mér finnst ólíðandi að stjórnvöld eru beitt með svipu útgerðarfélaga. Þessi boðaða aðgerð felur í sér brot á samskiptareglum. Þær fela í sér ólögmæta árás á Alþingi,“ sagði Jóhanna og bætti við að aðgerðirnar munu valda starfsfólki fyrirtækjanna tjóni.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) gaf það út í morgun að það hefði áskilið sér rétt til að höfða mál gegn útgerðarmönnum láti þeir verða af fyrirhugaðri vinnstöðvun. Til greina komi að krefjast skaðabóta og sekta.

LíÚ sendi frá sér tilkynningu um málið og sagði aðgerðina í samræmi við lög ekki um vinnustöðvun að ræða.