*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 7. maí 2021 16:35

Forstjóri Marel selur fyrir 168 milljónir

Árni Oddur Þórðarsson seldi í dag hluti í Marel fyrir um 168 milljónir króna.

Snær Snæbjörnsson
Árni Oddur er framkvæmdastjóri Marel
Haraldur Guðjónsson

Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Marel, seldi í dag hlutabréf fyrir 168 milljónir króna í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Eftir viðskiptin á hann beint um 170 þúsund hluti að verðmæti um 150 milljóna. Hann á þar að auki kauprétt að rúmum 1,6 milljónum hluta til viðbótar.

Einnig á hann um 17,9% hlut í Eyri Invest hf. sem er stærsti hluthafi Marel. Eyrir Invest á 24,7% eignarhlut í Marel en Viðskiptablaðið fjallaði nýverið um ársuppgjör Eyris Invest. Heildarverðmæti hluta hans nema því um 29,7 milljörðum króna.