Vísitala framleiðsluverðs var 2% hærri á þriðja ársfjórðungi en á öðrum fjórðungi, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofuni.

Vísitalan er nú 121,2 stig. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir er 127,1 stig og hækkar um 5,6% (vísitöluáhrif 2,3%). Vísitala framleiðsluverðs fyrir annan iðnað er 117,3 stig og lækkar um 0,4% (-0,3%).

Vísitalan fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands er 106,3 stig, 2,6% (0,9%) hærri en á 2. ársfjórðungi 2006, og fyrir útfluttar afurðir 130,4 stig, 1,7% (1,1%) hærri en á fyrri ársfjórðungi. Vísitala framleiðsluverðs fyrir útfluttar afurðir án sjávarafurða er 135,8 stig, 4,8% lægri en í fyrri ársfjórðungi (-1,2%).

Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 2,2%, launavísitala um 3,0% en meðalverð á erlendum gjaldeyri lækkaði um 1,8%.

Frá þriðja ársfjórðungi 2005 hefur vísitalan í heild hækkað um 20,9%, vísitalan fyrir sjávarafurðir um 26,2% og fyrir annan iðnað um 17,2%.