Af heilbrigðisþjónustu á Íslandi eru um 14% í höndum sjálfstætt starfandi aðila ef marka má úttekt erlends ráðgjafarfyrirtækis fyrir ráðuneytið fyrr á þessu ári. Komur til sérfræðilækna eru um 500.000 á ári og eru miðað við þann mælikvarða um þriðjungur læknisverka í landinu.

Samkvæmt lögum greiða yfirvöld fyrir þjónustu sérfræðilækna og tannlækna samkvæmt ákveðnum samningum sem nú hafa ekki verið í gildi lengi. Ráðgjafahópur á vegum velferðarráðuneytis segir yfirvöld með þessu fyrirkomulagi brjóta lög og hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra staðfest það mat.

Greiðslur hins opinbera til læknanna byggjast nú á reglugerðum og var reglugerðin um greiðslur til sérfræðilækna síðast framlengd 1. október síðastliðinn og gildir til 30. júní næstkomandi.