Í íslenskri gjaldþrotalöggjöf er gert ráð fyrir að fyrirtæki sem ekki geta staðið við skuldbindingar sínar eigi að gefa upp til skipta. Bankar hafa þó í mörgum tilvikum unnið með stjórnendum fyrirtækja að því að endurskipuleggja fjárhag fyrirtækja og halda þeim í rekstri, fremur en að setja þau í þrot.

Erfitt að meta

Oft getur verið erfitt fyrir bankana að meta hvenær reksturinn telst lífvænlegur. Ekki er svo einfalt að spá fyrir um rekstrarumhverfi og framtíðarmöguleika í því árferði sem nú ríkir. Sjálfstætt mat bankanna á rekstrarhæfi fer þó alltaf fram áður en skuldir eru afskrifaðar, hlutafé niðurfært, lengt í lánum eða fyrirtæki gefin upp til skipta.

Hrun breytti gangi mála

Fram að aðdraganda hrunsins fóru fyrirtæki oftar en ekki strangt eftir lögum um gjaldþrotaskipti, þ.e. að fyrirtæki séu tekin til gjaldþrotaskipta geti þau ekki staðið við lánasamninga eða aðrar skuldbindingar gagnvart kröfuhöfum. En eftir hrun hefur staðan breyst til muna. Vegna þess hve almennur skuldavandinn er hjá fyrirtækjum hafa bankar lagt upp með það að skoða rekstrarhæfi fyrirtækja án þess að starfsemi fyrirtækja sé raskað, þ.e. rekstri sé hætt. Ragnar Árnason hdl., forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir kröfuhafa f y r i r tækj a , sem oftast eru bankar, hafa málin í sínum höndum þegar fyrirtæki eru í erfiðri stöðu. „Almennt séð reyna fors v a r smen n f y r i r tæk j a að leysa úr vandræðum sem fyrir hendi eru með kröfuhöfum sínum. Þó gert sé ráð fyrir því í lögunum að gefa eigi fyrirtæki upp til skipta, geti þau ekki ráðið við skuldbindingar sínar, þá er eðlilegt að stjórnendur fyrirtækja vinni með kröfuhöfum sínum að því að vernda eignir og leysa úr vandamálum sem í mörgum tilfellum má rekja til gengisfalls krónunnar,“ segir Ragnar.

Þetta hefur m.a. leitt til þess að bankar taka frekar yfir rekstur fyrirtækja og reka þau í samkeppni við önnur til þess að freista þess að fá sem mest upp í kröfur, en að gefa þau upp til skipta.

Samkeppnissjónarmiðin

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að sú staða geti vissulega komið upp að bankar seilist of langt í þeirri viðleitni að halda fyrirtækjum á floti. „Við höfum lagt á það áherslu, m.a. í leiðbeinandi reglum til bankanna, að þeir séu ekki að halda fyrirtækjum á floti á markaði ef rekstrargrundvöllur viðkomandi fyrirtækis er ekki til staðar. Rekstrargrundvöllurinn er það sem mestu skiptir þegar fyrirtæki eru endurskipulögð, ekki síst út frá samkeppnissjónarmiðum.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .