„Bankarnir veðjuðu á fjarlæga möguleika," segir Friðrik Már Baldursson prófessor sem fjallar um ris og fall íslensku bankanna á málstofu hjá Seðlabankanum í dag. Hann segir að stjórnendur bankanna hafi haldið að hlutirnir myndu reddast. Ýmislegt hefði mátt gera betur.

Friðrik fjallar um efnið út frá nýútkominni grein sem hann vann með Richard Portes, prófessor við London Business School.

VB Sjónvarp ræddi við Friðrik.