Björn Erik Walter Nygaards Kers tapaði nýverið máli sínu fyrir Landsrétti en hann höfðaði mál gegn Hallgerði ehf, rekstrarfélagi Hótel Rangár, ásamt stjórnarmönnum þ.m.t. Friðriki Pálssyni stærsta eiganda félagsins.

Þannig taldi Björn Erik, að Friðrik ásamt öðrum stjórnarmönnum, hafi með saknæmri og ólögmætri háttsemi, haldið frá honum upplýsingum um rekstur og efnahag félagsins og þannig komið því til að hann seldi 17% hlut sinn í félaginu á undirverði árið 2013. Byggði Björn Erik mál sitt m.a. annars á því að EBIDTA-hagnaður félagsins árið 2012 hafi verið 213 milljónir króna en við kaupsamningsgerð var hann einungis tilgreindur sem 130 milljónir króna.

Fyrir Landsrétti var talið sannað með vísan til forsenda Héraðsdóms að Björn Erik var með víðtæka reynslu af rekstri félagsins. Var hann einnig með lögmann sér til aðstoðar í aðdraganda og frágangs kaupsamnins. Var vísað til þess að Björn Erik sat hluthafafund félagsins þar sem fram kom m.a. „[að] kvikmyndataka á hálendinu [hafi] skapað miklar tekjur o.fl.“ sem og það að Björn Erik og lögmaður hans áttu í tölvupóstsamskiptum þar sem vísað var til aðhagnaður félagsins var 150 milljón króna í lok árs 2012, en kaupsamningurinn var gerður í mars 2013.

Var því ekki talið að stjórnarmenn félagsins hafi leynt upplýsingum um rekstur og afkomu félagsins og Björn Erik bar hallann af sönnunarskorti að þessu leyti.

Nánar má lesa um málið í dómi Landsréttar.