Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti nýverið frumvarp til björgunar fjárfestingalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að koma um 400.000 eigendum undirmálslána til aðstoðar með endurfjármögnunar lánanna með 30 ára ríkistryggðum lánum með föstum vöxtum.

Einnig fær fjármálaráðherra Bandaríkjanna leyfi til að kaupa upp eins mikið hlutafé Fannie Mae og Freddie Mac og hann telur þörf á og getur veitt þeim ótakmörkuð lán til að koma í veg fyrir hrun sjóðanna.