Frum­varp um stjórn fiskveiða verður ekki lagt fram á þessu þingi. Þetta staðfest­ir Sig­urður Ingi Jó­hann­es­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra í samtali við Ríkisútvarpið.

Sigurður segir að ekki hafi náðst samkomulag um hver fari með for­ræði kvót­ans.

„Ég held að all­ir flokk­ar séu sam­mála um að þjóðin eigi auðlind­ina, ágrein­ing­ur­inn snýst um hver fer með for­ræði á kvót­an­um, þar höf­um við ekki náð því miður niður­stöðu, hvorki milli stjórn­ar­flokk­anna né inni á þingi og þannig er staðan,“ sagði ráðherr­ann.

Frum­varp um stjórn fisk­veiða verður því ekki lagt fram nema for­send­ur breyt­ist. Hins veg­ar verður frum­varp um veiðigjöld lagt fram við fyrsta tæki­færi að sögn Sigurðar.