Grænlenska námufyrirtækið NunaMinerals hefur fundið demanta á Grænlandi. Demantarnir fundust á námusvæði sem kallað er Ullu eða Hreiðrið en það liggur norðaustur af Nuuk. Vísir greinir frá.

Í tilkynningu frá NunaMinerals segir að nú verði hafist handa við að kanna hvort demantarnir séu í nægilega miklu magni á þessu svæði til að það borgi sig að vinna þá. Eftir að tilkynningin barst hefur gengi bréfa fyrirtækisins hækkað um fjórðung.