Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í gær opinn málfund um nýtt frumvarp um breytingar á áfengislögum. Meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Vilhjálmur Árnason, þingmaður sjálfstæðisflokksins en hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Þá minntist hann meðal annars á að afnám einokunar ríkissins á áfengissölu myndi hafa í för með sér jákvæð áhrif fyrir „kaupmanninn á horninu“ og verslun á landsbyggðinni.

Aðrir ræðumenn á málfundinum voru Ögmundur Jónasson , Pawel Bartoszek og Ari Matthíasson .