„Í grunninn þá er ég mest í hugmyndavinnu og þessu erkitýp­íska „plöggi“ og kynningarvinnu. En svo hef ég líka verið ráðinn í að halda fyrir fyrirtæki viðburði sem í kjölfarið eru oft kynntir út á við,“ segir Jón Gunnar Geirdal, eigandi og stofnandi markaðsfyrirtækis­ins Ysland .

Ysland fagnar eins árs afmæli þessa dagana en fyrirtæk­ið hefur að nokkru leyti sérhæft sig í að koma skilaboðum fyrirtækja á framfæri með öðrum leiðum en hefðbundnum auglýsingum og markaðsherferðum. Jón Gunnar segir aðspurður eitt besta dæm­ið um þetta vera opnun veitinga­ staðarins Lemon. „Við settum inn atvinnuauglýs­ingu en þegar viðbrögðin byrjuðu þá kviknaði þessi hugmynd um að búa til áheyrnarprufur,“ segir Jón Gunnar en að hans sögn komu við­ brögðin við auglýsingunni öllum í opna skjöldu. „Þegar það byrjaði að rigna inn umsóknum í hundraða­ tali þá hugsuðum við að það þyrfti að nýta þetta augnablik.“

Ysland hefur unnið með fjöl­mörgum fyrirtækjum á liðnu ári en þar á meðal má nefna Vodafone, Mjólkursamsöluna, Valitor auk annarra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .