Fyrirtækjum sem starfa við ferðaþjónustu hefur fjölgað um 41% frá árinu 2008, segir Bloomberg fréttaveitan og vísar þar í tölur frá Hagstofu Íslands.

„Það er stigvaxandi áhugi á að komast burt frá öllum skarkala og fá að vera einn í náttúrinni,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, forstjóri hjá Norðurflugi, sem flýgur með ferðamenn á jökla og aðra torfæra staði.

Arnar Jónsson hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að hlutur ferðamanna í landsframleiðslunni hafi verið 6,2% i fyrra sem sé 0,9 prósentustiga aukning frá fyrra ári og 1,7 prósentustiga aukning frá 2010.